And we counted ourselves among the dancers,
we who take part in the dances,
we who stomped the oaken mirror.
The black wizard plucked a flower from the peaks
of the Himalayas, hung it on his garb.
Youth is like a medicine bag full of water,
while noble old age gets a heavy hand.
You, the blue Atlantic,
bitter bead of sweat from the airsick earth.
Hot forehead dew
rising to the dance halls of the sky,
a silk cloth sunk in a pocket’s depths.
This blood dance in a beam of light
it’s no wonder we’re tired
crystallized with fatigue
pitching this feverish globe.
The dancing fool with pride in his pocket
with the salt of the earth
the sweat of a spinning top.
Og við höfum talið okkur dansendurna
við höfum talið okkur taka þátt í dansleikjunum
okkur sem stigum á eikarspeglinum
Svarti vitringurinn stakk blómi af tindum
Himalajafjalla í hnappagatið
Æskan er eins og vatnsfullur líknarbelgur
virðulog ellin fær öðlazt þungo klappanna
Þú Atlanzhafið bláa
beiskur svitadropi flogaveikrar jarðar
Heita ennisdögg
stigin upp til hvolfhimins danshallar
sokkin ásamt silkiklúti í djúp buxnavasans
þessi blóðdans í ljóskeilunni
Ekki er að undra þótt við séum þreytt
við kristöllun ofþreytunnar
sem sló útum sóttheitan hnöttinn
þetta dansfífl með þjófaljósið í skottinu
Við salt jarðar
Sviti einnar skopparakringlu